fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 15:00

Marmolada jökullinn á Ítalíu hopar eins og fleiri jöklar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifa hnattrænnar hlýnunar gætir víða, þar á meðal í Ölpunum. Þar bráðna jöklarnir nú á methraða. Bráðnun þeirra hefur hörmulegar afleiðingar fyrir umhverfið og okkur mannfólkið.

Loftslagið er orðið svo hlýtt að jöklar á toppi fjallanna bráðna nú hraðar en frostpinnar á baðströnd. Í franska fjallabænum La Clusaz, sem er í um 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli, var sett hitamet í sumar þegar hitinn mældist 32 gráður.

Franska sjónvarpsstöðin TF1 segir að ferðamönnum sé ráðið frá því að reyna að ganga á Mont Blanc vegna hættu á snjóflóðum og grjóthruni. Fyrir nokkrum vikum létust 11 manns á Ítalíu þegar jökull hrundi skyndilega saman og yfir fólkið.

Það er ekki bara í Ölpunum sem jöklar bráðna, það sama á sér stað hér á landi, á Grænlandi og víðar. En Alparnir eru sérstaklega viðkvæmir því ísinn þar er mun þynnri en annars staðar.

Í skýrslu SÞ frá 2019 um loftslagsmál kemur fram að ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast megi reikna með að 80% af núverandi massa jöklanna í Ölpunni verði horfinn fyrir aldamót. Margir þeirra muni hverfa algjörlega og skipti þá engu til hvaða aðgerða verður gripið núna segir í skýrslunni.

Enn verra ástand

Frá því að skýrslan var gefin út hefur staðan versnað í Ölpunum. Frekar lítil snjókoma var þar síðasta vetur og tvær öflugar hitabylgjur riðu yfir í byrjun sumar.

Reuters segir að gögn, sem fréttastofan hefur fengið aðgang að, sýni að það stefni í mesta tap jökla í Ölpunum á massa í að minnsta kosti 60 ár.

The Guardian segir að í hitabylgju í júlí hafi þurft að fara upp í 5.184 metra hæð ofan við þorpið Zermatt í Sviss til að fá vatn til að frjósa. Venjulega gerist það í á milli 3.000 og 3.500 metra hæð.

Meðalhitinn í Ölpunum hækkar um 0,3 gráður á áratug en það er tvöfalt hraðar en að meðaltali á heimsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Af hverju eru fætur sumra misstórir?

Af hverju eru fætur sumra misstórir?
Pressan
Í gær

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umferðarslys afhjúpaði hrikalegt fjölskylduleyndarmál

Umferðarslys afhjúpaði hrikalegt fjölskylduleyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ