fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Fimm ára barn rekið úr skóla því foreldrarnir eru samkynhneigðir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára barn var nýlega rekið úr skóla sínum í Louisiana í Bandaríkjunum vegna þess að foreldrar þess eru samkynhneigðir.  Emily og Jennie Parker segja að skólastjórnendur í the Bible Baptist Academy í DeQuincy hafi á fundi með þeim sagt þeim að þær þyrftu að finna nýja skóla fyrir dóttur sína, Zoey.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að hjónunum hafi verið sagt að ástæðan fyrir þessu væri val þeirra á „lífsstíl“.

„Við vorum kallaðar inn á skrifstofu skólastjórans á fund. Okkur var sagt að Zoey fengi ekki lengur að koma í skólann vegna vals okkar á lífsstíl,“ sagði Jennifer í samtali við KPLC.

Emily sagði að fundurinn hafi verið haldinn tveimur dögum áður en skólaárið hófst. Á fundinum hafi þeim hjónunum verið sagt að í skólanum fengju aðeins þau börn kennslu sem ættu foreldra sem væru í hjónabandi og væru karl og kona.

Jennifer og Emily ættleiddu Zoey nýlega en hún er frænka Jennie. Faðir hennar lést í vinnuslysi í september 2020. „Hún missti föður sinn, hún missti móður sína og nú missir hún skólann sinn sem hún elskar mjög mikið,“ sagði Jennie.

Zoey hafði áður verið í leikskóla í sama skóla og eignast marga vini og líkað vel við kennarana.

Hjónin sögðust hafa fengið mikinn stuðning frá fólki eftir að Zoey var rekin úr skólanum. Þær segjast einnig hafa fengið tilboð frá nokkrum öðrum kristnum skólum á svæðinu um skólavist fyrir Zoey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni