Miðað við gögn sem bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur þá mun þetta mikla magn af sjó líklega valda tímabundinni hlýnun á jörðinni. Sjórinn, sem þeyttist upp í lofthjúpinn, myndi duga til að fylla 58.000 sundlaugar, það er sundlaugar af þeirri stærð sem eru notaðar á Ólympíuleikum.
Þessi gögn koma frá Aura gervihnetti NASA sem mælir uppgufun, ósonlagið og annað er við kemur lofthjúpnum. CNN skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í Geophysical Research Letters.
Í tilkynningu frá NASA er haft eftir Luis Milán, lofthjúpsvísindamanni hjá NASA, að vísindamenn stofnunarinnar hafi aldrei áður séð neitt þessu líkt. Þeir hafi þurft að skoða allar mælingarnar mjög nákvæmlega til að ganga úr skugga um að þær væru traustar.