fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Pressan

Segir að grænmetisætur eigi að skella sér í ræktina og fara að lyfta lóðum til að halda beinunum heilbrigðum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 15:00

Grænmeti er hollt og gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænmetisætur sem stunda líkamsrækt og lyfta lóðum eru með sterkari bein en þær grænmetisætur sem ekki gera það.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Læknaháskólann í Vínarborg. 43 karlar og konur tóku þátt í rannsókninni. Daily Mail skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöður rannsóknarinnar séu þær að fólk sem borðar eingöngu grænmeti og stundar styrktaræfingar frekar en aðrar tegundir hreyfingar, eins og hjólreiðar og sund, sé hugsanlega með sterkari bein en aðrar grænmetisætur.

Þátttakendurnir höfðu verið grænmetisætur í minnst fimm ár. Þeir sem höfðu stundað styrktaræfingar, til dæmis lyftingar, voru með sterkari bein en þeir sem ekki höfðu gert það.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism.

Daily Mail segir að rannsókn, sem var birt á síðasta ári, hafi leitt í ljós að börn sem alast upp sem grænmetisætur séu ekki eins hávaxin og önnur börn og bein þeirra séu veikari. Á móti voru börnin, sem voru grænmetisætur, með heilbrigðara hjarta og æðakerfi. Það voru 25% minni líkur á að þau væru með „slæma“ kólesterólið og þau voru með minni líkamsfitu.

Christian Muschitz, einn höfunda nýju rannsóknarinnar, sagði að fólk sem neyti eingöngu grænmetisfæðis ætti að stunda reglulegar styrktaræfingar til að varðveita styrk beinanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Í gær

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum