Rannsóknin var nýlega birt í breska vísindaritinu BMJ. Fram að þessu var talið að helstu einkenni apabólu, sem lét venjulega aðeins á sér kræla í Afríku, væru máttleysi, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Eftir nokkurra daga veikindi koma síðan blöðrur á sjúklingana.
Í nýju rannsókninni kemur fram að af þeim 197 körlum, sem tóku þátt í henni, hafi 20 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna bólgu í getnaðarlimi og verkja í endaþarmi.
Karlarnir eru allir nema einn samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir en sjúkdómurinn hefur aðallega lagst á samkynhneigða karla utan Afríku.