Daily Star skýrir frá þessu. Fram kemur að Víctor hafi drukkið mikið áfengi og sofnað ölvunarsvefni þegar hann tók þátt í undarlegri athöfn. Hann vaknaði síðan um miðja nótt til að pissa en áttaði sig þá á að hann var í líkkistu.
Athöfnin var helguð Toba fólkinu en það eru frumbyggjar sem búa í Argentínu, Paragvæ og Bólivíu.
Félagi Víctor bauð honum á hátíðina til að drekka nokkra bjóra. Þetta endaði með að honum var fórnað til heiðurs Móður jörð.
„Það eina sem ég man er að ég hélt að ég væri í rúminu mínu og ætlaði að standa upp til að pissa en gat ekki hreyft mig. Þegar ég ýtti á glerið í kistunni byrjaði mold að koma ofan í hana og mér tókst að komast út. Ég hafði verið grafinn,“ sagði hann.
Hann bað nærstaddan mann um aðstoð og var fluttur á lögreglustöð. Þegar hann kom á lögreglustöðina var honum sagt að koma aftur þegar runnið væri af honum og skipti þá engu að andlit hans var þakið sementi og að hann hafði verið grafinn lifandi.