Nú verða nokkrir veitingastaðir í Úkraínu opnaðir á nýjan leik til að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning og styðja við tilfinninguna um að ástandið í landinu sé að einhverju leyti eðlilegt.
Rúmlega 10.000 manns störfuðu hjá McDonald‘s í Úkraínu. Fyrirtækið hefur greitt þeim laun síðan veitingastöðunum var lokað. Sky News skýrir frá þessu.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kemur fram að byrjað verði á að opna nokkra veitingastaði í Kyiv og vesturhluta landsins. Í heildina á McDonald‘s 109 veitingastaði í Úkraínu.
Nokkur önnur vestræn fyrirtæki hafa hafið starfsemi á nýjan leik í Úkraínu að undanförnu, þar á meðal Nike, KFC og Mango.