fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Wizz hefur áætlunarflug til Rússlands á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 20:00

Flugvél frá Wizz air. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland er að stórum hluta einangrað frá alþjóðasamfélaginu vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðleg fyrirtæki hafa hætt starfsemi í landinu og flugfélög eru hætt að fljúga þangað og mörg ríki beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum. En nú hefur Wizz Air Abu Dhabi ákveðið að hefja áætlunarflug til Moskvu á nýjan leik.

CNN skýrir frá þessu og segir byrjað sé að selja miða í flug á vegum félagsins á milli Abu Dhabi og Moskvu en það hefst 3. október.

Fyrirtækið var stofnað í árslok 2019 en það er dótturfyrirtæki Wizz Air sem er eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það er með bækistöð í Ungverjalandi. Wizz Air á 49% hlut í Wizz Air Abu Dhabi. Ríkisfyrirtækið ADQ á restina.

Wizz á annað dótturfélag, Wizz Air Uk, sem var sett á laggirnar til að mæta vandamálum sem fylgdu útgöngu Breta úr ESB.

CNN segir að samkvæmt tilkynningu frá Wizz Air þá sé Wizz Air Abu Dhabi skráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og starfi í samræmi við reglur þar í landi og stefnu yfirvalda. Flugfélagið hefji nú áætlunarflug á nýjan leik til Moskvu til að mæta eftirspurn. Einnig bendir félagið á að öll önnur flugfélög í furstadæmunum haldi uppi flugi til Rússlands.

Svo er bara að sjá hvort þetta springi í andlitið á Wizz Air og muni valda félaginu tjóni. Almenningur mun væntanlega ekki gera greinarmun á Wizz Air og Wizz Air Abu Dhabi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn