fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Þrír látnir og 39 hús skemmd eftir sprengingu í Indiana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 07:00

Eyðileggingin er mikil. Mynd:Lloyd Winnecke/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrír létust og tugir húsa skemmdust í sprengingu í Evansville í Indiana í Bandaríkjunum í gær. Fyrsta skoðun á vettvangi leiddi í ljós að 39 hús höfðu skemmst og eru skemmdirnar allt frá því að vera minniháttar upp í að húsin eru óíbúðarhæf.

Mike Connelly, slökkviliðsstjóri, skýrði frá þessu á fréttamannafundi. Hann sagði að hugsanlega séu fórnarlömbin fleiri, leit sé ekki lokið á vettvangi. Ekki sé öruggt að fara inn í mörg húsanna.

CNN segir að samkvæmt því sem Connelly hafi sagt þá séu 11 af húsunum 39 óíbúðarhæf. Fá íbúarnir aðstoð frá Rauða krossinum.

Evansville er í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Indianapolis.

Þetta er eins og stórt hamfarasvæði. Mynd:Lloyd Winnecke/Twitter

 

 

 

 

 

 

 

Lloyd Winnecke, borgarstjóri, birti myndir frá vettvangi á Twitter. Þær sýna vel hversu mikil eyðileggingin er.

Í samtali við WFIE sagði hann að mikil eyðilegging væri á vettvangi og að það muni líklega taka töluverðan tíma að komast að hvað gerðist.

Fulltrúar að minnsta kosti átta stofnana voru á vettvangi í gær og hefja ítarlega rannsókn í dagrenningu í dag.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“