Ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu. Segir hún að ekki eitt einasta smit hafi greinst frá 29. júlí. Samkvæmt opinberum tölum þá létust 79 af völdum COVID-19 en 26 milljónir búa í landinu.
Hjá nágrönnunum í Suður-Kóreu hafa rúmlega 25.000 dauðsföll verið skráð en þar búa 52 milljónir.
Ekki er víst að opinberar tölur frá Norður-Kóreu séu sannleikanum samkvæmt. Yfirvöld þar í landi hafa yfirleitt ekki miklar áhyggjur af sannleikanum, aðeins því sem kemur einræðisstjórninni best.
KCNA segir að Kim Jong-un segi að miðað við fjölda látinna af völdum veirunnar í samanburði við önnur lönd þá sé um „kraftaverk“ að ræða.