Grænlandsjökull bráðnar og hnattræn hlýnun er að eiga sér stað. Þetta er mörgum mikið áhyggjuefni. Nú hafa nokkrir af ríkustu mönnum heims sett fjármagn í leit að hráefnum á Grænlandi, hráefnum sem er hægt að nota við skiptin yfir í umhverfisvænni orkugjafa. Það auðveldar leitina að Grænlandsjökull er að bráðna. CNN skýrir frá þessu.
Meðal auðmannanna, sem leggja til fé, eru Jeff Bezos, stofnandi Amazon, Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri í New York og kaupsýslumaður, og Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Þeir hafa fjárfest í fyrirtækinu Kobold Metals sem í samvinnu við Bluejay Mining leitar að hráefnum sem geta nýst við orkuskiptin.
Samhliða bráðnun Grænlandsjökuls kemur land, sem hefur verið undir ís í ómunatíð, í ljós og auðveldara er að komast að því til leita að málmum og öðrum hráefnum.
30 jarðfræðingar taka þátt í verkefninu en með því er vonast til að hægt verði að finna sjaldgæf og verðmæt efni sem nýtast við smíði rafbíla og endurhlaðanlegra rafhlaðna.
CNN segir að á Grænlandi sé hugsanlega mikið af kopar, gulli, sjaldgæfum jarðvegstegundum og sinki.