fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Milljarðamæringar fjármagna „fjársjóðsleit“ á Grænlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 19:00

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir af ríkustu mönnum heims koma að fjármögnun á umfangsmikilli leit á Grænlandi. Markmiðið er að finna hráefni sem geta komið að gagni við orkuskiptin, skipti yfir í umhverfisvæna orkugjafa.

Grænlandsjökull bráðnar og hnattræn hlýnun er að eiga sér stað. Þetta er mörgum mikið áhyggjuefni. Nú hafa nokkrir af ríkustu mönnum heims sett fjármagn í leit að hráefnum á Grænlandi, hráefnum sem er hægt að nota við skiptin yfir í umhverfisvænni orkugjafa. Það auðveldar leitina að Grænlandsjökull er að bráðna. CNN skýrir frá þessu.

Meðal auðmannanna, sem leggja til fé, eru Jeff Bezos, stofnandi Amazon, Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri í New York og kaupsýslumaður, og Bill Gates, stofnandi Microsoft.

Þeir hafa fjárfest í fyrirtækinu Kobold Metals sem í samvinnu við Bluejay Mining leitar að hráefnum sem geta nýst við orkuskiptin.

Samhliða bráðnun Grænlandsjökuls kemur land, sem hefur verið undir ís í ómunatíð, í ljós og auðveldara er að komast að því til leita að málmum og öðrum hráefnum.

30 jarðfræðingar taka þátt í verkefninu en með því er vonast til að hægt verði að finna sjaldgæf og verðmæt efni sem nýtast við smíði rafbíla og endurhlaðanlegra rafhlaðna.

CNN segir að á Grænlandi sé hugsanlega mikið af kopar, gulli, sjaldgæfum jarðvegstegundum og sinki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga