fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Milljarðamæringar fjármagna „fjársjóðsleit“ á Grænlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 19:00

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir af ríkustu mönnum heims koma að fjármögnun á umfangsmikilli leit á Grænlandi. Markmiðið er að finna hráefni sem geta komið að gagni við orkuskiptin, skipti yfir í umhverfisvæna orkugjafa.

Grænlandsjökull bráðnar og hnattræn hlýnun er að eiga sér stað. Þetta er mörgum mikið áhyggjuefni. Nú hafa nokkrir af ríkustu mönnum heims sett fjármagn í leit að hráefnum á Grænlandi, hráefnum sem er hægt að nota við skiptin yfir í umhverfisvænni orkugjafa. Það auðveldar leitina að Grænlandsjökull er að bráðna. CNN skýrir frá þessu.

Meðal auðmannanna, sem leggja til fé, eru Jeff Bezos, stofnandi Amazon, Michael Bloomberg, fyrrum borgarstjóri í New York og kaupsýslumaður, og Bill Gates, stofnandi Microsoft.

Þeir hafa fjárfest í fyrirtækinu Kobold Metals sem í samvinnu við Bluejay Mining leitar að hráefnum sem geta nýst við orkuskiptin.

Samhliða bráðnun Grænlandsjökuls kemur land, sem hefur verið undir ís í ómunatíð, í ljós og auðveldara er að komast að því til leita að málmum og öðrum hráefnum.

30 jarðfræðingar taka þátt í verkefninu en með því er vonast til að hægt verði að finna sjaldgæf og verðmæt efni sem nýtast við smíði rafbíla og endurhlaðanlegra rafhlaðna.

CNN segir að á Grænlandi sé hugsanlega mikið af kopar, gulli, sjaldgæfum jarðvegstegundum og sinki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi