fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kínverjar vara við nýrri veiru – Talið að hún hafi borist úr snjáldurmúsum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 05:56

Þarna var eitthvað undarlegt á seyði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir læknar segja að 35 manns hafi sýkst af nýrri veiru, „Langya henipavirus“ (LayV) í Henan og Shandong héruðunum. Þessi veira tilheyrir sömu veiruætt og Nipah veiran sem verður allt að þremur fjórðu hlutum þeirra, sem smitast, að bana.

Góðu tíðindin eru að enginn hefur látist af völdum LayV og sjúkdómseinkennin hafa að mestu verið væg, líkjast flensueinkennum.

Talið er að veiran hafi borist í fólk úr snjáldurmúsum.

Í rannsókn, sem var birt í the New England Journal of Medicine á síðasta ári, kemur fram að veiran hafi fyrst greinst í fólki 2019. Nokkur tilfelli hafa greinst á þessu ári.

Daily Mail segir að kínverskir vísindamenn telji að aðeins sé um örfá smit að ræða hjá fólki. Þeir vita ekki enn hvort veiran getur borist á milli fólks.

Algengustu einkennin hjá hinum smituðu voru hiti en nær allir sjúklingarnir fengu hita. Þreyta hrjáði 54%, hósti 50%, lystarleysi 50%, beinverkir 46% og 38% fundu fyrir ógleði. Um 35% glímdu við lifrarvandamál og nýru 8% hættu að starfa eðlilega.

Langya er henipaveira, úr sömu veiruætt (Paramyxoviridae) og Nipah veiran sem verður allt að 75% smitaðra að bana. Hún berst í fólk úr leðurblökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu