Hahn tilkynnti lögreglunni að eiginmaður hans, hinn belgíski Walter Henri Maximilien Biot, hefði veikst á föstudagskvöldið, hrunið í gólfið og þá rekið höfuðið í og látist af völdum höggsins.
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Hahn hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Biot að bana. Byggir lögreglan það á rannsókn á vettvangi og á líkinu. Segir hún að niðurstöður rannsóknanna bendi til að hann hafi verið barinn til bana.
Camila Lourenco, lögreglustjóri, sagði að skýringar Hahn passi ekki við niðurstöður rannsókna á vettvangi og á líkinu. Hún sagði að áverkar á líkinu bendi til að traðkað hafi verið á Biot áður en hann lést.
Þegar lögreglan kom á vettvang var Hahn að þrífa heimilið. Hann sagði lögreglunni að Biot hefði drukkið mikið áfengi og tekið svefnlyf.