fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mikil flóð í Suður-Kóreu – Manntjón í Seoul

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 08:00

Það hefur rignt mikið síðustu klukkustundir í Seoul. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sjö manns létust í mikilli úrkomu og flóðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni í nótt að íslenskum tíma. Í gærkvöldi mældist úrkoman meira en 100 mm á klukkustund og sums staðar allt að 140 mm á klukkustund.

Kóreska veðurstofan (KMA) segir að þetta sé mesta úrkoma sem mælst hefur í marga áratugi. Úrkoman hefur valdið rafmagnsleysi og vegir og neðanjarðarlestarstöðvar eru undir vatni.

Frá miðnætti til klukkan fimm að staðartíma mældist úrkoman 420 mm í Seoul og meiri úrkomu er spáð.

Að minnsta kosti fimm manns létust í Seoul og tveir í Gyeonggi sem er ekki fjarri höfuðborginni. Yfirvöld segja að fjórir hafi látist þegar þeir lokuðust inni í byggingum. Einn lést af völdum raflosts, einn fannst látinn undir strætisvagnaskýli og einn lést í aurskriðu. Að auki er sex saknað og níu meiddust.

KMA reiknar með mikilli úrkomu í miðhluta landsins fram til miðvikudags hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga