fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Mikil flóð í Suður-Kóreu – Manntjón í Seoul

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 08:00

Það hefur rignt mikið síðustu klukkustundir í Seoul. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sjö manns létust í mikilli úrkomu og flóðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni í nótt að íslenskum tíma. Í gærkvöldi mældist úrkoman meira en 100 mm á klukkustund og sums staðar allt að 140 mm á klukkustund.

Kóreska veðurstofan (KMA) segir að þetta sé mesta úrkoma sem mælst hefur í marga áratugi. Úrkoman hefur valdið rafmagnsleysi og vegir og neðanjarðarlestarstöðvar eru undir vatni.

Frá miðnætti til klukkan fimm að staðartíma mældist úrkoman 420 mm í Seoul og meiri úrkomu er spáð.

Að minnsta kosti fimm manns létust í Seoul og tveir í Gyeonggi sem er ekki fjarri höfuðborginni. Yfirvöld segja að fjórir hafi látist þegar þeir lokuðust inni í byggingum. Einn lést af völdum raflosts, einn fannst látinn undir strætisvagnaskýli og einn lést í aurskriðu. Að auki er sex saknað og níu meiddust.

KMA reiknar með mikilli úrkomu í miðhluta landsins fram til miðvikudags hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu