Nú hafa fréttir borist af því að röddin á bak við þessar tvær persónu sé dáin. Það var Ítalinn Carlo Bonomi sem lagði „Línunni“ og „Pingu“ til rödd.
Hann fæddist 1937 og lést þann 6. ágúst. Hann lagði „Línunni“ til rödd frá 1972 til 1991 og Pingu frá 1986 til 2000. Hann lagði „Pingu“ einnig til rödd í nokkrum sérþáttum á árunum 2003 og 2004.
Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsök Bonomi en hann var orðinn 85 ára þegar hann lést. Hann lést á heimili sínu í Mílanó.
R.I.P Carlo Bonomi, the original voice of Pingu. 1937-2022 pic.twitter.com/EdTiBHpZnW
— Travis Bickerstaff 🆖️ (@Bickpixx) August 6, 2022