fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Pressan

Koma fyrir rifflum í grunnskólum til að hægt verði að bregðast við byssumönnum

Pressan
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 15:30

Buddy Harwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Buddy Harwood, fógeti í Madison-sýslu í Norður-Karólínufylki hefur tekið til sinna ráða við að stemma stigu við skotárásum í skólum sem illu heilli hafa farið sem eldur um sinu um Bandaríkin undanfarin ár. Hann hefur í samráði við aðra embættismenn innleitt nýjar öryggisreglur í skólum sýslunnar en liður í þeim er að koma fyrir að minnsta kosti einum AR-15 rifli í hverjum skóla svo að hægt sé að grípa til vopna ef byssumaður ræðst til atlögu. Alls eru sex skólar í umdæmdi Harwood en í umfjöllun ABC fréttastofunnar kemur fram að byssurnar verði komið fyrir í læstum byssuskápum í skólunum.

Í umfjölluninni kemur fram að það hafi ekki síst verið skotárásin blóðuga í Uvalde í Texas-fylki sem hafi opnað augu skóla- og lögregluyfirvalda í Madison-sýslu að herða þyrfti á öryggisreglum. Haft er eftir Harwood að hann vilji að fulltrúar yfirvalda verði við öllu búnir ef slíkur atburður eigi sér stað í skólum Madison-sýslu. „Við viljum ekki þurfa að tapa tíma á því að hlaupa út í bíl til að ná í rifil,“ sagði Harwood. Hann sagðist ennfremur harma það að staðan væri orðin þessi en ekki væri hægt að loka augunum og halda að skotárás gæti ekki átt sér stað í sýslunni.

Ákvörðun fógetans hefur þó fallið í grýttan jarðveg meðal sumra íbúa sýslunnar sem telja að lausnin við skotárásum geti ekki verið að vopnvæða skólana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir