Forbes skýrir frá þessu. Hún er meðal annars sögð hafa selt hlutabréf í bílasölunni AutoNation fyrir sem svarar til um 60 milljarða króna. Hún á samt sem áður 4% hlut í fyrirtækinu. Hún seldi einnig hlutabréf í Canadian National Railway fyrir um 140 milljarða króna.
Ekki er vitað hvað hún ætlar að gera við peningana. Hún stofnaði fyrirtækið Pivotal Ventures 2015 en það einbeitir sér að samfélagslegum breytingum og hefur Melinda unnið mikið að því verkefni síðan hún skildi við Bill.
The Wall Street Journal skýrði frá því fyrr á árinu að Melinda væri hætt að gefa peninga í „The Bill and Melinda Gates Foundation“ sem hún og Bill stofnuðu saman og lofuðu að gefa megnið af peningum sínum. Sagði miðillinn að Melinda ætlaði nú að gefa peninga sína til annarra verkefna.