fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Drengur fæddist um borð í danskri ferju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir að ferja frá Molslinjen lagði af stað frá Sjællands Odde til Árósa á laugardagskvöldið fékk einn farþeganna hríðir. Það var klukkan 21.40. Síðan gengu hlutirnir mjög hratt fyrir sig og aðeins 10 mínútum síðar kom drengur í heiminn.

TV2 skýrir frá þessu. Jesper Maack, fjölmiðlafulltrúi Molslinjen, sagði í samtali við TV2 að þegar konan fékk hríðir hafi skipstjórinn strax kallað í kallkerfi ferjunnar og spurt hvort einhver væri um borð sem gæti aðstoðað við fæðinguna.

„Eins og næstum alltaf, þegar við erum með marga farþega, þá var fólk um borð sem gat hjálpað. Tveir læknar og ljósmóðir gáfu sig strax fram,“ sagði Maack.

Fæðingin gekk mjög vel og það var mat læknanna og ljósmóðurinnar að ferjan gæti haldið áfram siglingu sinni til Árósa. Þar beið sjúkrabíll eftir mæðginunum og flutti þau á Háskólasjúkrahúsið í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut