TV2 skýrir frá þessu. Jesper Maack, fjölmiðlafulltrúi Molslinjen, sagði í samtali við TV2 að þegar konan fékk hríðir hafi skipstjórinn strax kallað í kallkerfi ferjunnar og spurt hvort einhver væri um borð sem gæti aðstoðað við fæðinguna.
„Eins og næstum alltaf, þegar við erum með marga farþega, þá var fólk um borð sem gat hjálpað. Tveir læknar og ljósmóðir gáfu sig strax fram,“ sagði Maack.
Fæðingin gekk mjög vel og það var mat læknanna og ljósmóðurinnar að ferjan gæti haldið áfram siglingu sinni til Árósa. Þar beið sjúkrabíll eftir mæðginunum og flutti þau á Háskólasjúkrahúsið í borginni.