Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að ein tegund langvarandi COVID-19 sjáist oftast hjá fólki sem smitaðist af Alpha og Delta afbrigðum kórónuveirunnar. Helstu einkennin tengjast taugakerfinu. Þar á meðal eru þreyta, heilaþoka og höfuðverkur.
Öndunarfæraeinkenni einkenna aðra tegund, þar á meðal brjóstverkir og það að vera andstuttur. Þetta getur bent til tjóns á lungum. Þessi einkenni eru algeng meðal þeirra sem smituðust í fyrstu bylgju faraldursins.
Þeir sem glíma við þriðju tegundina glíma við margvísleg einkenni, þar á meðal óeðlilega hraðan hjartslátt, beinverki og aðra verki og breytingar á húð og hári. Ekki skipti máli hvaða afbrigði veirunnar fólk smitast af, þessi einkenni geta komið fram við þau öll.