Hinn tólf ára gamli Archie Battersbee lést í gær, umkringdur fjölskyldu sinni á Royal London-spítalanum í bresku höfuðborginni.
Mál Archie hefur verið afar fyrirferðar mikið í breskum fjölmiðlum undanfarnar vikur en foreldrar drengsins hafa barist hatrammlega fyrir því að honum yrði haldið áfram á lífi með aðstoð lyfja og öndurvéla.
Sjá einnig: Áfrýjun foreldra Archie Battersbee synjað – Verður tekinn úr sambandi á morgun
Archie fannst meðvitundarlaus á heimili móður sinnar, Holly Dance, þann 7. apríl síðastliðinn. Talið er að hann hafi verið að taka þátt í áskorun á samfélagsmiðlum, The Blackout Challenge, sem gengur út á það að þátttakendur setja snæri um háls sinn og reyna að missa meðvitund í stutta stund.
Málið fór alla leið í bresku réttakerfi en að endingu úrskurðaði dómari að læknum væri heimilt að hætta öllum meðferðum til þess að halda Archie á lífi. Hann lést fljótlega í kjölfarið eða um hádegisbilið í gær.
Daily Mail hefur eftir unnustu elsta bróður Archie, Ella Rose Carter að það hafi verið nöturleg upplifun að fylgjast með ástvini á barnsaldri kafna fyrir framan sig. „Ég vona að engin fjölskylda þurfi að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Þetta var villimannslegt.“