fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 19:00

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nanchong í Kína er nú að rannsaka mál kínverska áhrifavaldsins Tizi sem birti nýlega myndband af sér þar sem hún sést steikja og borða hvíthákarl.

„Þetta lítur kannski út fyrir að vera grimmdarlegt en kjötið er í raun mjög meyrt,“ segir Tizi á upptökunni þar sem hún sést rífa stóra bita af kjöti dýrsins.

Myndbandinu hefur nú verið eytt að sögn The Guardian sem segir að í því sjáist Tizi taka umbúðir utan af hákarlinum, sem var tveggja metra langur, og leggjast við hliðina á honum til að sýna stærð hans. Dýrið var síðan skorið í tvennt, lagt í kryddlög og grillað. Hausinn var notaður til að elda súpu.

Hvíthákarlar eru tegund í viðkvæmri stöðu samkvæmt skráningu the International Union for Conservation of Nature. Næsta stig fyrir neðan er fyrir þau dýr sem eru í útrýmingarhættu.

Hvíthákarlar eru friðaðir samkvæmt kínverskum lögum og liggur 5 til 10 ára fangelsi við því að vera með hvíthákarl í sinni vörslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár