Það var niðurstaða dómstólsins að líta eigi á fóstur sem börn á heimilinu þegar kemur að skattamálum.
Þessi skattaafsláttur er afleiðing af þungunarrofslöggjöf sem var samþykkt í ríkinu 2019. Lögin áttu að taka gildi í ársbyrjun 2020 en voru úrskurðuð ólögleg því dómstóll taldi þau ganga gegn rétti kvenna til þungunarrofs samkvæmt dómi hæstaréttar í málinu Roe v. Wade.
Fyrr í sumar hnekkti hæstiréttur hins vegar fyrri niðurstöðu sinni í því máli og þá tóku nýju þungunarrofslögin gildi í Georgíu. Samkvæmt lögunum þá njóta fóstur sömu lagalegu stöðu og börn sem eru komin í heiminn. Þetta gildir frá því að hjartsláttur fóstursins greinist en það er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu. Eftir þennan tíma er óheimilt að framkvæma þungunarrof í ríkinu en þó eru undantekningar á því ef um sifjaspell eða nauðgun var að ræða og málið hefur verið kært til lögreglu. Taldi dómstólinn því að fóstur, eða öllu heldur mæður þeirra, eigi því að njóta persónuafsláttar eins og aðrir.