fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 18:00

Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættan á hruni samfélags manna á heimsvísu eða útrýmingu mannkyns hefur verið „hættulega vanmetin“ að því er loftslagsvísindamenn segja í nýrri greiningu.

Þeir kalla slíkar hamfarir „lokastig loftslagsbreytinga“. Þeir segja að þótt litlar líkur séu á að þetta gerist þá sé ekki hægt að útiloka það. Ástæðan sé óvissa um losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni og áhrif þess á loftslagið. The Guardian skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir segja að heimsbyggðin verði að fara að undirbúa sig undir að allt geti farið á versta veg. Þeir skora einnig á the Intergovernmental Panel on Climate Change að gera sérstaka skýrslu um málið.

„Það er fullt af ástæðum til að telja að loftslagsbreytingarnar geti valdið miklum hamförum, jafnvel þótt hækkun hita verði ekki svo mikil,“ er haft eftir Dr Luke Kemp, hjá University of Cambridge, sem stýrði vinnu vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt