CNN segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem grænlandshákarl sást vesturhluta Karíbahafsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Florida International University (FIU).
Devanshi Kasana, doktorsnemi við FIU, vann með belískum sjómönnum við að merkja tígrisháfa þegar hún sá einn hákarl, sem hafði lent í línu þeirra, sem líktist ekki tígrisháfi.
Hún sendi ljósmynd af hákarlinum til leiðbeinanda síns sem staðfesti að hér væri um grænlandshákarl að ræða eða afkvæmi grænlandshákarls og hákarlategundar sem hefst við í Kyrrahafi.
Í tilkynningunni frá FIU er haft eftir Omar Faux, einum belísku sjómannanna, að hann hafi aldrei látið sér detta í huga að hann myndi fá grænlandshákarl á línuna.
Grænlandshákarlar eru langlífustu hryggdýrin hér á jörðinni en þeir geta lifað í að minnsta kosti 400 ár.