fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Silfurmávar misstu mikilvæga fæðuuppsprettu og éta því afkvæmi og egg annarra silfurmáva

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 14:00

Mávur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar dönsk stjórnvöld ákváðu að öllum minkabúum landsins skyldi lokað og öllum minkunum slátrað misstu silfurmávar mikilvæga fæðuuppsprettu þar í landi. Þeir eru nú byrjaði að éta egg og unga annarra silfurmáva.

Minkabúunum var lokað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar því óttast var að veiran, sem hafði greinst í minkum í nokkrum búum, gæti stökkbreyst í þeim og borist í fólk og gert faraldurinn enn verri.

Silfurmávur er algengasta mávategundin í Danmörku. Hann er hávær og því þyrnir í augum margra.

En nú stefnir í að mávunum fækki því tegundin glímir við fæðuskort vegna lokunar minkabúanna.

Danska ríkisútvarpið segir að talning vísindamanna við Árósaháskóla hafi leitt í ljós að annað árið í röð hafi silfurmávar átt í erfiðleikum með að koma ungum sínum á legg, sérstaklega við Limfjorden og við vesturströnd Jótlands. Mörg minkabú voru á þessum svæðum. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Knud Flensted, líffræðingur hjá dönsku fuglavinasamtökunum, sagði að ástæðan fyrir þessu sé aðallega skortur á aðgengilegri fæðu á minkabúunum. Minkabændur hafi fóðrar dýrin sín með því að dreifa fóðrinu ofan á búrin. Þak sé á búunum en þau samt sem áður opin þar undir og því hafi fuglarnir átt auðvelt með að komast inn og ná sér í mat.

Ekki bætir úr skák fyrir silfurmáva að aðgengi þeirra að fiski og fiskúrgangi frá fiskiðnaðinum er orðið verra en áður og einnig hefur sorpflokkun verið bætt sem hefur mikið af æti af þeim.

Af þessum sökum er fuglarnir farni að éta egg og unga hvers annars. Það þýðir auðvitað að færri fuglar komast á legg og því fækkar silfurmávum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki