Imran Rashid, sérfræðilæknir hjá Lenus, sagði í samtali við danska ríkisútvarpið að nauðsynlegt sé að fólk hætti að taka farsímann, spjaldtölvu og aðra skjái með sér inn í svefnherbergið. Það verði að koma skjánum út úr svefnherberginu.
Ástæðan fyrir þessum orðum hans er að þegar unga fólkið var spurt af hverju það fái ekki nægan svefn svöruðu 80% karlanna og 70% kvennanna að það væri vegna skjánotkunar þeirra fyrir svefninn. Það geri að verkum að þau fari of seint að sofa.
Rashid sagðist telja að skjánotkunin nagi af svefntíma unga fólksins og það þurfi að gera eitthvað við því. „Svefn er mikilvægasta hvíldarferli heilans í stafrænum nútímaheimi,“ sagði hann.