fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Hefur fengið sig fullsaddan af fjallgöngufólki – Borgið ykkar eigin útför

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 07:07

Mont Blanc. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngufólk, sem dreymir um að ná toppi Mont Blanc, þarf framvegis að leggja fram 15.000 evrur í tryggingu áður en það fær leyfi til að hefja klifur sitt upp fjallið. Það er að segja ef það leggur af stað Frakklands megin. Ekki þarf að leggja fram tryggingu ef lagt er af stað Ítalíu megin.

Tryggingin á að duga til að standa undir kostnaði við hugsanlega björgun fjallgöngufólksins, svona ef það lendir í vanda, eða við útför þess. The Daily Mail skýrir frá þessu. 10.000 evrur eiga að standa undir hugsanlegum björgunarkostnaði og 5.000 evrur undir hugsanlegum útfararkostnaði.

Það er Jean-Marc Peillex, bæjarstjóri í Saint-Gervais-les-Bains sem hefur lagt þessa kvöð um greiðslu tryggingargjalds á. Vinsæl leið upp á hið 4.807 metra háa Mont Blanc liggur um bæinn hans.

Ákveðið var að grípa til þessa ráðs í kjölfar þess að margt fjallgöngufólk hefur hunsað viðvaranir um að leggja ekki af stað. Peillex hefur áður sagt að fjallgöngufólkið leiki rússneska rúllettu með líf sitt.

Yfirvöld segja að það færist sífellt í vöxt að óreynt fjallgöngufólk leggi af stað upp á fjallið Frakklands megin.

Hugmyndin að tryggingafénu kom upp í kjölfar þess að fimm rúmenskir ferðamenn lögðu af stað upp Mont Blanc í „stuttbuxum, gúmmískóm og með stráhatta“ skrifaði Peillex á Twitter. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim og skipa þeim að snúa við.

„Fólk vill skríða upp með dauðann í för. Við verðum því að leggja mat á kostnaðinn við að bjarga þeim og við útför þeirra. Það er ekki ásættanlegt að franskir skattgreiðendur sitji uppi með kostnaðinn,“ skrifaði hann einnig.

Á síðustu tveimur árum hafa 20 manns látið lífið við að reyna að komast á topp Mont Blanc og bjarga hefur þurft um 50 manns niður af fjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við