Hann límdi yfir munn hennar og nef og hengdi hana síðan, með því að draga hana upp í loft, með bláum kaðli. Þegar hún var dáin flutti hann lík hennar í skúr sem var nokkra kílómetra frá hlöðunni. Þar tróð hann líki hennar inn í 24 cm háan skáp.
Næstu daga leituðu sjálfboðaliðar og lögreglan að Lisa. Lík hennar fannst 12. júní.
Bilevicius var handtekinn þetta sama kvöld. Á handleggjum hans voru greinilegir áverkar sem bentu til að Lisa hefði veitt mótspyrnu áður en hún var drepin. Hann neitaði sök en DNA varð honum að falli því DNA úr honum fannst á fatnaði Lisa og kaðlinum sem hann notaði til að hengja hana.
En nú hefur Bilevicius mætt skapara sínum því á miðvikudaginn var hann drepinn í litháísku fangelsi þar sem hann afplánaði ævilangan dóm fyrir morðið á Lisa. Aftonbladet skýrir frá þessu.
Hann afplánaði dóm sinn í öryggisfangelsi í Svíþjóð þar til 2017 þegar hann var fluttur í Marijampole fangelsið í Litháen. Þar lenti hann í deilum á miðvikudaginn sem enduðu með að hann var stunginn í hálsinn með heimagerðum hníf. Það var annar fangi, sem afplánar lífstíðardóm, sem stakk hann. Sá heitir Robert Raulyn en hann var dæmdur fyrir að hafa myrt móður sína og stjúpföður og fyrir að nauðga barni.
Bilevicius lést á leiðinni á sjúkrahús.