fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Amnesty gagnrýnir hernaðaraðgerðir Úkraínumanna

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 10:10

Ónýt rússnesk hergögn nærri Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amnesty International segir úkraínska herinn hafa vísvitandi stefnt óbreyttum borgurum í hættu með því að reisa herstöðvar og skjóta herflaugum á þéttbyggðum svæðum, meðal annars í skólum og spítölum, á meðan þeir vörðust innrás Rússa sem hófst í febrúar. Þetta kom fram í grein sem Amnesty birti á vefsíðuna sína í gær. Slíkar aðferðir brjóta gegn alþjóðlegum mannréttindalögum og stefna óbreyttum borgurum í voða, segir Amnesty, þar sem þau gera þá að skotmörkum. Rússneskar loftárásir á svæðum sem úkraínski herinn hefur notað í hernaðartilgangi hafa ollið dauða borgara og eyðilagt nauðsynlega innviði.

„Við höfum tekið eftir mynstri af því að úkraínski herinn stefni borgurum í hættu og brjóti gegn alþjóðalögum þegar þeir starfa á þéttbýlissvæðum,“ sagði aðalritari Amnesty International Agnès Callamard. „Að vera í varnarstöðu gerir úkraínska herinn ekki undanþeginn alþjóðamannréttindalögum.“

Á síðustu mánuðum hafa fulltrúar Amnesty International rannsakað rússneskar loftárásir yfir margra vikna skeið í Kharkív, Donbas og Mykolaiv-héröðunum. Þeir könnuðu rústir og ræddu við fórnarlömb, vitni og fjölskyldu fórnarlamba. Rannsóknirnar gáfu til kynna að úkraínski herinn gerðu loftárásir úr þéttbýli og nýttu sér innviðabyggingar til að hýsa hermenn og vopn í að minnsta kosti 19 bæjum og þorpum á svæðinu. Amnesty segist einnig hafa myndefni úr gervihnetti til að styðja þessar niðurstöður.

Flestar slíkar bækistöðvar eru mörgum kílómetrum frá víglínunni. Aðrir raunhæfir kostir voru tiltækir sem hefðu ekki stofnað lífi borgara í hættu, svo sem herstöðvar og þéttir skógar í nágrenninu, segir Amnesty. Amnesty tekur þó sérstaklega fram að niðurstöðurnar réttlæti alls ekki blindar loftárásir Rússa á svæðinu sem hafa drepið ótal saklausa borgara og skemmt mikilvæga innviði.

Fjallað er frekar um málið á síðu Amnesty International.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við