fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Spáir 40 stiga hita í Danmörku á næstunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 06:07

Frá Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum Dönum brá í brún í gær þegar danskir fjölmiðlar fluttu fréttir af því að Peter Tanev, veðurfræðingur hjá TV2 sjónvarpsstöðinni, spái allt að 40 stiga hita í Danmörku þann 15. ágúst.

Hann skýrði frá þessu á LinkedIn-síðu sinni og birti veðurkort þar sem gert er ráð fyrir svo miklum hita í Danmörku þennan dag. Hann setur þó ákveðna fyrirvara við spána: „Það er mikilvægt að taka fram að þetta er veðurkort sem gildir fyrir mánudaginn 15. ágúst, svo það er langt í þetta og því er þetta mjög óöruggt.“

Svona lítur spákortið út. Skjáskot/LinkedIn

 

 

 

 

 

 

Í samtali við danska fjölmiðla sagði hann það bæði áhugavert og ógnvekjandi að það sé möguleiki, eða kannski frekar hætta á, að hitinn fari svona hátt í Danmörku.

Hann sagði að þó að hitinn fari ekki svona hátt 15. ágúst  þá muni það gerast fyrr eða síðar og benti á að í Hamborg í Þýskalandi, sem er um 160 sunnan við Jótland, hafi hitinn farið í 40 gráður í júlí og hafi það verið í fyrsta sinn sem hitinn hafi farið svo hátt þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi