Hann skýrði frá þessu á LinkedIn-síðu sinni og birti veðurkort þar sem gert er ráð fyrir svo miklum hita í Danmörku þennan dag. Hann setur þó ákveðna fyrirvara við spána: „Það er mikilvægt að taka fram að þetta er veðurkort sem gildir fyrir mánudaginn 15. ágúst, svo það er langt í þetta og því er þetta mjög óöruggt.“
Í samtali við danska fjölmiðla sagði hann það bæði áhugavert og ógnvekjandi að það sé möguleiki, eða kannski frekar hætta á, að hitinn fari svona hátt í Danmörku.
Hann sagði að þó að hitinn fari ekki svona hátt 15. ágúst þá muni það gerast fyrr eða síðar og benti á að í Hamborg í Þýskalandi, sem er um 160 sunnan við Jótland, hafi hitinn farið í 40 gráður í júlí og hafi það verið í fyrsta sinn sem hitinn hafi farið svo hátt þar.