En það er ekki heimilt að koma með matvæli frá Indónesíu til Ástralíu því nýlega hertu stjórnvöld reglur um hvað má koma með til landsins frá Indónesíu. Með reglunum er reynt að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki berist til landsins frá Indónesíu.
Þegar maturinn fannst í töskunni var hann að sjálfsögðu tekinn af ferðamanninum og honum gert að greiða sekt upp á sem nemur um 240.000 íslenskum krónum.
Murray Watt, ráðherra landbúnaðar, sjávarútvegs og skógarnýtingar skýrði frá þessu að sögn CNN.
„Þetta verður dýrasta ferð ferðamannsins á McDonald‘s nokkru sinni. Upphæðin er tvöfalt hærri en flugmiði til Balí kostar en ég ber enga virðingu fyrir fólki sem fylgir ekki ströngum áströlskum reglum,“ sagði hann.