fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Trump sakaður um að hafa nýtt sér andlát fyrrum eiginkonu sinnar til að hagnast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 05:55

Frá útför Ivana Trump þann 20. júlí síðastliðinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er umdeildur og laginn við að koma sér í fréttirnar með ummælum sínum og gjörðum. Nú hefur hann enn einu sinni ratað í fréttirnar vegna umdeildra mála og nú er það útför fyrrum eiginkonu hans, Ivana Trump, sem er tilefnið.

Trump er sakaður um að hafa notfært sér útför hennar til að hagnast. Ástæðan er að hún var jarðsett á svæði sem tilheyrir einum golfvelli forsetans fyrrverandi.

Hún var jarðsett á landareign golfvallar í New Jersey en Donald Trump á golfvöllinn. Er Trump sakaður um að vera að notfæra sér smugu í skattalöggjöfinni með þessu.

Ivana var jarðsett nærri fyrstu holu vallarins. Samkvæmt lögum í New Jersey þá þurfa fyrirtæki sem reka kirkjugarða ekki að greiða fjölda skatta, til dæmis fasteignaskatt, tekjuskatt og erfðaskatt. Er Trump sakaður um að vera að notfæra sér þetta ákvæði til að komast hjá því að greiða skatt af golfvellinum sínum. Business Insider skýrir frá þessu.

Ivana er fyrsta manneskjan til að vera grafin á golfvelli í eigu Trump en hann hefur lengi haft í hyggju að koma upp grafstæðum eða heilum kirkjugarði nærri golfvellinum í New Jersey.  2012 hafði hann í hyggju að láta reisa grafhýsi þar fyrir sig sjálfan. NPR skýrir frá þessu. Washington Post segir að 2017 hafi hann bætt enn frekar í og haft í hyggju að gera 284 grafstæði við Trump National Golf Course.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin