fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Fann lifandi slöngu í poppkornspoka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarferð bandarískrar konu tók óvænta stefnu þegar hún fann músaskít og lifandi slöngu í hillunni þar sem poppkorn var geymt.

Samkvæmt frétt WTVR ætlaði konan að versla inn í stórmarkaði í Virginíu. Meðal annars ætlaði hún að kaupa poppkorn. Þegar hún kom að hillunni, þar sem poppkornið var geymt, sá hún músaskít á fremsta pokanum. Hún tók hann því ekki og teygði sig aftur fyrir og náði í annan.

En hann var heldur ekki gallalaus því hún sá að lítið gat var á honum. Hún ákvað að taka hann með og láta starfsfólk fá þar sem pokinn var að hennar mati ekki hæfur til sölu.

Það má segja að hún hafi haft rétt fyrir sér með það: „Um leið og ég setti pokann í körfuna mína þá stakk þessi „hlutur“ hausnum út og ég hugsaði: „ó, hei!““

„Hluturinn“ sem hún sá í popppokanum var hausinn á lifandi slöngu.

Starfsmaður tók við pokanum og sá um slönguna.

Verslunarstjórinn sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig slangan komst inn og upp í hillu. Hann sagði að í kjölfarið hafi verið leitað í versluninni en fleiri slöngur hafi ekki fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags