fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Þetta er síðasta myndin af henni – Nú er líkið fundið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 22:00

Þetta er síðasta myndin af Christina. Tekin þegar hún var nýfarin út á leið í vinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt hvarf Christina Powell þann 5. júlí hefur valdið ættingjum hennar og lögreglunni heilabrotum. Ekki dró úr heilabrotunum á mánudag í síðustu viku þegar lík hennar fannst í bifreið hennar sem hafði staðið við verslunarmiðstöð í San Antonio í eina viku.

Það var öryggisvörður sem fann líkið síðdegis á mánudaginn á bílastæði Huebner Oaks Center sem er aðeins nokkra kílómetra frá heimili hennar í San Antonio.

Christina var 39 ára og lætur tvo syni eftir sig. Fox News skýrir frá þessu.

Öryggisvörðurinn sagðist hafa fundið mikinn óþef leggja frá bílnum og því hafi hann kíkt inn um glugga hans. Þá sá hann lík Christina í farþegasætinu og veskið hennar við hlið hennar.

Ekki liggur fyrir hvað varð Christina að bana en engir sjáanlegir áverkar voru á líkinu.

Christina Powell

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynnt var um hvarf Christina þann 5. júlí eftir að hún hafði ekki skilað sér til vinnu á lögmannsstofu þar sem hún starfaði sem fulltrúi lögmanna. Hún hafði hringt í vinnufélaga og sagt að henni seinkaði en hún væri á leiðinni.

Upptaka úr öryggismyndavél við heimili hennar sýnir að hún yfirgaf heimili sitt þennan morgun og gekk hratt að heiman.

Nokkrum klukkustundum síðar fór vinnufélagi hennar heim til hennar af því að hún hafði ekki skilað sér í vinnu. 12 ára sonur hennar opnaði þá dyrnar og sagði að sögn People að móðir hans væri í vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina