Móðir þeirra, sem var á fimmtugsaldri, lést við ákeyrsluna en hinn aðilinn slapp lifandi. Expressen og Aftonbladet skýra frá þessu.
Lögreglan hefur staðfest að fólkið sé skylt en hefur ekki viljað skýra nánar frá ættartengslum þess.
Bræðurnir eru sagðir vera við það að komast á fullorðinsár. Auk þeirra voru tveir aðilar á sjötugsaldri handteknir. Expressen segir að það séu afi og amma bræðranna.
Bræðurnir eru grunaður um morð en afi þeirra og amma um að hafa hylmt yfir með þeim. Bræðurnir hafa áður komið sögu lögreglunnar.
Expressen segir að bílinn, sem var ekið á fólkið, hafi verið stöðvaður um 100 metra frá staðnum þar sem hann lenti á fólkinu. Síðan hafi bílstjórinn gefið í og ekið af vettvangi. Bræðurnir reyndu að flýja í annan bæ en lögreglan hafði uppi á þeim og handtók.