fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

WHO heldur andanum niðri í sér – Banvæn veira á kreiki í Afríku og ekkert bóluefni til

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 06:58

Marburgveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum enn að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar, ofan á það bætist að apabóla hefur gert vart við sig víða um heim og því er varla á það bætandi að fá fréttir af enn einni veirunni. En þriðja veiran lætur nú á sér kræla í Afríku og hún er ekkert lamb að leika sér við. Dánartíðnin af völdum hennar er allt að 90% og ekkert bóluefni er til.

Þetta er Marburgveiran sem hefur brotist út í Gana í Vestur-Afríku. Tveir menn, alls ótengdir, létust af völdum hennar í júlí. Annar þeirra smitaði mann sem lést síðan af völdum veirunnar nýlega.

Jótlandspósturinn segir að síðustu hálfu öldina hafi komið upp einn og einn faraldur Marburgveirunnar en þeir hafi allir verið litlir. Sjúkdómurinn er einn banvænasti smitsjúkdómurinn sem vitað er um en dánartíðnin hefur verið allt að 90% í fyrri faröldrum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO starfar með yfirvöldum í Gana við að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Um 100 manns hafa verið settir í einangrun í von um að stöðva útbreiðsluna.

„Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist hratt við og fengið forskot með því að undirbúa sig undir hugsanlegan faraldur. Það er gott, því án tafarlausra og ákveðinna aðgerða getur Marburgsmitið orðið stjórnlaust,“ sagði Matshidiso Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku.

Marburgveiran veldur blæðingarsjúkdómi. Hún er náskyld ebólu. Sjúkdómurinn veldur blæðingum, til dæmis í hægðum og uppköstum en einnig úr tannholdi og úr nösum að sögn WHO.

Fyrstu faraldrar Marburgveirunnar voru skráðir 1967 en þá komu tveir litlir faraldrar upp samtímis. Annar í Marburg í Þýskalandi, þaðan er nafn veirunnar komið. Hinn kom upp í Belgrad í þáverandi Júgóslavíu. Báðir faraldrarnir tengdust öpum, sem voru notaðir í rannsóknum, frá austanverðri Afríku. Sjö manns létust í faröldrunum.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, segir að 14 faraldrar hafi brotist út eftir þetta. Flestir í Austur- og Mið-Afríku. Versti faraldurinn var í Angóla 2004-2005 en þá létust að minnsta kosti 227 manns af völdum veirunnar.

Helstu sjúkdómseinkennin eru hár hiti, höfuðverkur og yfirlið. Beinverkir, uppköst og niðurgangur eru einnig algeng einkenni. Eftir um viku byrjar blóð að berast í hægðir sjúklinga, uppköst og úr nösum þeirra. Flest dauðsföllin verða hjá þeim sem fá blæðingar af þessu tagi. Meðaldánartíðnin er um 50% en er mjög breytileg á milli faraldra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið