fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Bandaríkjamenn drápu leiðtoga al-Kaída í djarfri aðgerð í Kabúl

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 05:22

Ayman al-Zawahiri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið sagt um Ayman al-Zawahiri, sem var leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída þar til um helgina, að hann væri með níu líf eins og köttur. Hann var sagður svo snjall að hann gæti leikið á hvaða leyniþjónustu sem er. En hann virðist hafa verið búin með lífin níu og snilld hans dugði ekki til að forða honum frá bandarísku leyniþjónustunni CIA því hann var drepinn í djarfri aðgerð Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan, um helgina.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar síðdegis í gær að bandarískum tíma. „Ég samþykkti nákvæmnisárás sem fjarlægði hann frá vígvellinum í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann.

Hann sagði að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi fengið upplýsingar um það fyrir ári síðan að al-Zawahiri væri fluttur í svokallað „öruggt hús“ í einu af betri hverfum Kabúl og að nánasta fjölskylda hans byggi þar með honum. Þessar upplýsingar fengust síðar staðfestar og í síðustu viku gaf Biden grænt ljós á að dróni yrði notaður til að ráðast á leiðtogann.

Biden lagði áherslu á það í ræðu sinni að árásin sýni að það sé ekki hægt að fela sig fyrir Bandaríkjunum. „Óháð því hversu langan tíma það tekur, óháð því hvar þú felur þig, ef þú ert ógn við þjóð okkar munum við finna þig og gera út af við þig,“ sagði hann.

Al-Zawahiri varð fyrst þekktur meðal almennings í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin þann 11. september 2001.

Biden sagði hann hafa staðið á bak við fjölda hryðjuverkaárása fyrir 11. september árásirnar. Þar á meðal árásina á bandaríska herskipið USS Cole við Jemen 2000 en þá létust 17 bandarískir sjóliðar.

Al-Zawahiri tók við sem leiðtogi al-Kaída eftir að bandarískir sérsveitarmenn drápu Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga samtakanna, í aðgerði Abbottabad í Pakistan 2011.

Þetta var fyrsta stóra aðgerð Bandaríkjanna í Afganistan síðan að Biden kallaði bandaríska hermenn heim frá landinu á síðasta ári. Þá var hann gagnrýndur fyrir að hafa misst tökin á al-Kaída í Afganistan.

New York Times segir að það hafi verið CIA sem gerði árásina á al-Zawahiri, ekki bandaríski herinn.

CNN segir að al-Qawahiri hafi staðið úti á svölum þegar hann var drepinn. Heimildarmenn CNN sögðu að margra mánaða undirbúningur hafi legið að baki árásinni og að bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi unnið mikla vinnu við að afla sér upplýsinga um leiðtogann og fjölskyldu hans.

Eftir að skýrt var frá drápinu á al-Zawahiri sögðu margir sérfræðingar að stjórn Talíbana hafi örugglega vitað af dvöl hans í Kabúl en leiðtogar þeirra hafa reynt að sannfæra umheiminn um að þeir myndu berjast gegn því að hryðjuverkasamtök á borð við al-Kaída næðu fótfestu í landinu. Nú er hins vegar ástæða til að efast um þær fullyrðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í