Nú þegar er löggjöf í gildi í nokkrum ESB-ríkjum sem takmarkar vinnu fólks í miklum hita en mikill munur er á við hvaða hitastig er miðað.
Samkvæmt rannsókn greiningarstofnunarinnar Eurofound vinna 23% allra verkamanna í ESB í miklum hita í um fjórðung af vinnutíma sínum. Í landbúnaði er hlutfallið 36% og í byggingarvinnu 38%.
Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl hás hita og krónískra þjáninga sem og aukinnar hættu á vinnuslysum.
Claes-Mikael Stahl, vararitari samtaka evrópskra stéttarfélaga (ETUC), segir að verkamenn séu í framlínu loftslagsbreytinganna dag hvern og þeir hafi þörf fyrir vernd sem passi við þá vaxandi hættu sem öfgahitar valdi.