fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Keyptu heilt þorp í Frakklandi – Réðu ekki við að kaupa fasteign heima fyrir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 18:00

La Busliere í Normandy. Mynd:Channel4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var franska þorpið La Busliere í Normandy selt fyrir sem svarar til 3,6 milljóna íslenskra króna. Í þorpinu eru sex íbúðarhús, tvær hlöður, vinnustofa, brunnur, brauðofn, safapressa og hestagerði.

Kaupendurnir eru hjónin Paul Mappley og Yip Ward frá Bretlandi. Þeir eru 48 ára skrúðgarðyrkjumenn. Þeir bjuggu áður í hjólhýsi i Tunbridge Wells í Kent á Englandi því hátt fasteignaverð gerði að verkum að þeir gátu ekki keypt sér fasteign þar.

Þeir hyggjast gera franska þorpið að lúxus sumardvalarstað.

Paul Mappley og Yip Ward eru ánægðir með kaupin. Mynd:Channel 4

 

 

 

 

 

Fjallað var um þetta í þættinum „HelpWe Bougtht A Village!“ á Channel 4 nýlega.

Yip sagði að þeir hafi í raun aldrei átt möguleika á að kaupa fasteign í Kent, lágmarksverð fyrir litla eign sé um 50 milljónir. Þeir hafa því alltaf leigt og bjuggu síðast í hjólhýsi sem vinur þeirra á.

Þegar ákveðið var að selja hjólhýsið á síðasta ári þurftu þeir að taka ákvörðun um framtíðina og fyrir valinu varð að kaupa La Busliere eftir að þeir heyrðu um það hjá vini sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?
Pressan
Í gær

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er „kaldi, þurri staðurinn“ sem á að geyma matvæli á?

Hver er „kaldi, þurri staðurinn“ sem á að geyma matvæli á?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings