Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna nefnilega að litlar sannanir eru fyrir því að tölvuleikjaspilun geti verið skaðleg. 39.000 tölvuleikjaspilarar tóku þátt í rannsókninni og niðurstaða hennar er að ekki sé hægt að sanna að það að spila tölvuleiki geti skaðað velferð fólks. BBC skýrir frá þessu.
En rannsóknin leiddi einnig í ljós að það eykur ekki gleði fólks að spila tölvuleiki. „Rannsóknin okkar sýnir að óháð hversu langan tíma maður notar almennt í að spila tölvuleiki þá hefur það í raun ekki nein áhrif á vellíðan,“ sagði Andrew Przybylski, vísindamaður við Oxfordháskóla, sem vann að rannsókninni.
Ef fólk eyðir meira en tíu klukkustund á dag í tölvuleikjaspilun getur það haft áhrif á vellíðan. Przybylski sagði að það tengist frekar ástæðunum fyrir að fólk spilar svo lengi í einu.
Vísindamennirnir höfðu aðgang að gögnum frá Sony, Microsoft og Nintendo. Þeir fengu sendar upplýsingar um 39.000 tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaspilun þeirra í sex vikur. Spilararnir spiluðu eftirfarandi leiki: ‘Animal Crossing‘, ‘New Horizons‘, ‘Apex Legends‘, ‘Eve Online‘, ‘Forza Horizon 4′, ‘Gran Turismo Sport’ og ‘The Crew 2′.