fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Flugliðar segja hverju fólk á aldrei að klæðast um borð í flugvél

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 11:00

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar haldið er út á flugvöll á leið til útlanda eiga margir sér þann draum að verða svo heppnir að vera færðir upp á betra farrými. En það eru fáir útvaldir sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi. Flugliðar segja að flestir flugfarþegar eyðileggi möguleikann á uppfærslu fyrir sjálfum sér áður en þeir yfirgefa heimili sitt. Ástæðan er fatavalið.

Það getur verið snúið að finna rétta fatnaðinn fyrir flugferð. Hann þarf að vera þægilegur, halda hita á þér ef það er kalt í vélinni en um leið má hann ekki vera of hlýr ef áfangastaðurinn er hlýr.

Margir skella sér í buxur og strigaskó og pakka gömlu peysunni niður í tösku. En miðað við það sem flugliðar segja þá getur það verið þess virði að staldra aðeins við hvað varðar fatavalið, að minnsta kosti ef þú vilt eiga möguleika á uppfærslu á betra farrými.

Í samtali við WhoWhatWear sögðu flugliðar að gallabuxur og strigaskór séu algjör bannvara ef þú vilt eiga möguleika á uppfærslu. Liverpool Echo skýrir frá þessu.

Þeir sögðu að þegar kemur að því að færa fólk upp á betra farrými sé það útlitið, klæðaburðurinn sem skipti máli. Fólk þurfi að vera vel klætt en samt sem áður ekki of fínt. „Þú ættir að líta út eins og þú ferðist oft. En ekki vera í merkjavöru,“ sögðu þeir meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“