fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Vinsælir ferðamannastaðir þar sem ekki má taka myndir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 19:00

Taj Mahal - Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir marga er það nánast skylda að geta staðfest hinar ýmsu upplifanir sínar með ljósmyndum eða myndbandsupptökum. Þetta á auðvitað við þegar farið er í frí enda gaman að geta rifjað fríið upp síðar með að skoða myndir. En á sumum af vinsælustu ferðamannastöðum heims er bannað að taka myndir og háar sektir geta legið við brotum af þessu tagi.

Meðal þessara staða eru:

Tower of London í Lundúnum

Þetta er eitt helsta aðdráttarafl ferðamannaborgarinnar Lundúna. Í þessu rúmlega 900 ára gamla virki er hægt að rifja upp blóðuga sögu þess og virða fyrir sér heillandi umhverfið.

Tower of London. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Í Waterloo-hluta Tower of London eru bresku krúnudjásnin geymd og þar er stranglega bannað að taka myndir. Þessu banni er framfylgt af vörðum sem gæta djásnanna og að auki er mikill fjöldi eftirlitsmyndavéla í byggingunni. Þú getur því gleymt því að ætla að laumast til að taka myndir.

Musée d‘Orsay í París

Ef þú ferð til Parísar og heimsækir hið fræga Musée d‘Orsay þá skaltu hafa myndavélina (farsímann) í vasanum eða töskunni allan tímann.

Musée d’Orsay. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

Huffington Post segir að þar sé bannað að taka myndir í mörgum sölum, þar á meðal þar sem sjálfsmynd Van Gogh er, dansarar Degas og garðar Monet.

Galleria dell‘Accademia í Florens

Galleria dell‘Accademia í Florens er einnig þekkt sem Gallery of the Academy of Florence. Þetta er heimsfrægt listaverkasafn sem tugir þúsunda ferðamanna heimsækja árlega. Safnið er einkum þekkt fyrir að þar eru mörg af verkum Michelangelo geymd.

Galleria dell’Accademia. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

En það má ekki taka myndir inni á safninu og það þýðir lítið að ætla að laumast til þess því fjöldi varða er á svæðinu og þeir eru ekki feimnir við að hafa afskipti af þeim sem gera sig líklega til að taka myndir.

Taj Mahal í Agra á Indlandi

Það er til ógrynni mynda af hinu glæsilega Taj Mahal en þetta eru allt myndir sem voru teknar af byggingunni utan frá. Það má ekki taka myndir þar inni og gestir verða að skilja allt, sem þeir hafa meðferðis, eftir í anddyrinu áður en þeir fá að fara inn. Þar á meðal eru myndavélar og farsímar.

Taj Mahal – Mynd/Pexels
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum