Þær voru að vísu úti í kuldanum um hríð því þær eru fituríkar en það eru mistök að telja það slæmt að því er segir í umfjöllun Little Things.
Meðal þess ávinnings sem hlýst af að borða valhnetur er að þær styrkja heilann. Ástæðan er að þær eru fullar af Omega3 fitustýrum sem eru mjög góðar fyrir heilann.
Eins og fyrr sagði var um hríð talið að valhnetur væru óhollar því þær eru fituríkar en ef maður gætir hófs hvað varðar magnið sem borðað er daglega þá geta þær hjálpað til við að léttast.
Valhnetur innihalda mikið af B-vítamínum sem styrkja hárið og neglurnar.
Fitusýrurnar í valhnetum eru góðar fyrir húðina. Þær koma í veg fyrir að húðfrumurnar missi raka og nauðsynlegar olíu of snemma.