Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Abertay University í Dundee í Skotlandi að sögn Videnskab.
Vísindamenn við háskólann telja að fólk þurfi að temja sér meiri víðsýni þegar áhrif kláms eru metin.
Í rannsókninni sýndu þeir þátttakendum myndir af klámleikurum, í fötum, nöktum eða við að stunda kynlíf. Síðan voru þátttakendurnir beðnir um að gefa aðdráttarafli annarra kvenna einkunn. Sumar af konunum, sem þeir áttu að dæma, höfðu þeir séð áður en sumar aldrei áður.
Niðurstaðan var að það að sjá klámleikarana áður dró úr mati karlanna á aðdráttarafli kvenna, sem þeir höfðu séð áður, hvað varðaði líkama þeirra en ekki hvað varðaði andlit þeirra.
Þetta átti við bæði hjá gagnkynhneigðum körlum og samkynhneigðum. Það bendir til að kynferðisleg örvun hafi ekki verið aðalástæðan fyrir þessu.
Christopher Watkins, sem vann að rannsókninni, segir í fréttatilkynningunni að í rannsóknum framtíðarinnar verði sjónunum hugsanlega beint að konum og þessu sömu áhrifum á þær.