Samkvæmt því sem Ryan Johnson, sjávarlíffræðingur, sagði í samtali við The Daily Star þá er það versta sem fólk gerir ef hákarl kemur að því sé að hegða sér eins og bráð. „Ef þú hegðar þér eins og bráð mun hákarlinn hugsanlega telja þig bráð. Ekki örvænta, ekki busla og ekki reyna að komast í burtu. Þú átt að vera á sama stað. Í 99,9% tilfella verður þetta dásamleg upplifun og hákarlinn heldur sína leið,“ sagði hann.
Hann sagði hnattræn hlýnun valdi því að hákarlar sæki á nýjar slóðir, slóðir þar sem þeir sjást venjulega ekki. Af þeim sökum sé mikilvægt að fleiri viti hvernig á að bregðast við ef þeir rekast á hákarl í sjónum.