Fólk sem fær sér oft blund virðist vera í aukinni hættu á að fá of háan blóðþrýsting og heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn CNN.
Michael Grander, klínískur sálfræðingur sem vann ekki að rannsókninni, sagði að þrátt fyrir að það sé í sjálfu sér ekki skaðlegt að fá sér blund þá geri margir það vegna þess að þeir sofi illa á nóttunni. Slæmur nætursvefn tengist lélegu heilsufari og blundur dugir ekki til að bæta hann upp sagði hann.
Þeir þátttakendur í rannsókninni, sem fengu sér oft miðdegisblund, voru 12% líklegri til að fá háan blóðþrýsting með tímanum og 24% líklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem aldrei fengu sér blund.
Í rannsókninni var unnið með gögn 360.000 manns sem höfðu deilt upplýsingum um blundvenjur sínar með UK Biobank sem er mjög stór gagnabanki sem er notaður við rannsóknir og fleira.
Í rannsókninni var aðeins horft til hvort og þá hversu oft fólk fékk sér blund en ekki hversu langur hann væri. Rannsóknin byggist einnig á skráningum þátttakendanna sjálfra.
Raj Dasgupta, lektor við Keck læknadeild háskólans í Suður-Kaliforníu, sagði að það sé ekki hægt að kalla það blund þegar þegar fólk sofi í eina til tvær klukkustundir. Fólk eigi að reyna að takmarka svefninn við 15 til 2o mínútur, fá sér „powernap“ á tímabilinu frá miðnætti til 14 ef það vantar upp á svefninn.