Maðurinn, sem um ræðir, er 66 ára. Eftir að hafa lokið meðferð í Kaliforníu gat hann hætt að taka lyf við HIV. BBC skýrir frá þessu.
Það var meðferð við öðrum sjúkdómi sem var lykillinn að lækningunni. Maðurinn greindist með hvítblæði fyrir þremur árum og það var meðferðin við hvítblæðinu sem læknaði HIV.
„Þegar ég greindist með HIV 1988 taldi ég, eins og svo margir, að það væri dauðadómur. Ég trúði ekki að ég myndi lifa þann dag að vera ekki lengur með HIV,“ segir í yfirlýsingu frá manninum.
Meðferðin við hvítblæðinu fólst í beinmergsskiptum frá gjafa sem er ónæmur fyrir HIV.