BBC skýrir frá þessu. Í borginni er rekin stíf „núll-kórónu“ stefna sem felur í sér fjöldasýnatökur, einangrun og lokun á samfélagsstarfsemi.
Nú eru það íbúar í Jiangxia úthverfinu sem verða að vera í einangrun.
Smit greindust hjá fjórum aðilum. Tveimur sem eru einkennalausir og tveimur nákomnum þeim.
Vegna þeirrar hörðu stefnu sem kínversk stjórnvöld hafa varðandi kórónuveirufaraldurinn hafa mjög fáir látist hlutfallslega af völdum veirunnar. Samkvæmt tölum Worldometer hafa kínversk yfirvöld skráð 5.226 dauðsföll af völdum COVID-19 en eru 4 dauðsföll á hverja milljón íbúa.