BA.5 er það afbrigði kórónuveirunnar sem er ráðandi þessa dagana í Danmörku og víðar. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá veitir það 94% vernd gegn smiti af völdum BA.5 ef fólk hefur áður smitast af einhverju afbrigði Ómíkron og fengið þrjá skammta af bóluefni. Rétt er að hafa í huga að rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.
4.809 manns tóku þátt í rannsókninni. Allir höfðu þátttakendurnir smitast af BA.5 afbrigðinu.
Í samanburðarhópi voru um 164.000 manns.
75% Dana, 18 ára og eldri, hafa fengið þrjá skammta af bóluefni og þriðjungur þjóðarinnar hafði líklega smitast af Ómíkronafbrigði veirunnar þar til í mars á þessu ári.