fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fyrrum kanslari Þýskalands er í fríi í Moskvu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 07:27

Gerhard Schröder. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýsklands, er nú í fríi í Moskvu og sýnir þar með hversu náið samband hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og Rússland er.

Í samtali við þýska sjónvarpsstöð staðfesti hann að hann sé í fríi í Moskvu. „Ég er í nokkurra daga fríi hér. Moskva er falleg borg,“ sagði hann.

Þegar honum var bent á að höfuðstöðvar rússneska olíufélagsins Rosneft væru ekki langt í burtu sagði hann: „Er það? Ó, já, það er rétt.“

Schröder var áður stjórnarformaður Rosneft en sagði af sér í maí og afþakkaði að vera kjörinn í stjórn Gazprom sem er stærsta fyrirtæki Rússlands. Fyrirhugað var að hann yrði kjörinn í stjórn fyrirtækisins í júní.

Hubertus Heil, vinnu- og félagsmálaráðherra Þýskalands og jafnaðarmaður, sagðist ekki skilja hegðun Schröder, sérstaklega ekki á tímum eins og nú. Þetta skipti þó ekki máli fyrir hann og flokk hans. Ferð Schröder til Moskvu tengist þýskum yfirvöldum ekki neitt.

Schröder hefur lengi verið gagnrýndur fyrir náið samband hans við Rússland en sú gagnrýni hefur greinilega ekki haft mikil áhrif. Það er vitað að hann og Pútín eru nánir vinir og hefur Pútín margoft verið heiðursgestur Schröder, til dæmis í stórafmælum. Schröder hefur lýst Pútín sem „vammlausum lýðræðissinna“.

Schröder var kanslari Þýskalands frá 1998 til 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í