fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fyrrum kanslari Þýskalands er í fríi í Moskvu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 07:27

Gerhard Schröder. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýsklands, er nú í fríi í Moskvu og sýnir þar með hversu náið samband hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og Rússland er.

Í samtali við þýska sjónvarpsstöð staðfesti hann að hann sé í fríi í Moskvu. „Ég er í nokkurra daga fríi hér. Moskva er falleg borg,“ sagði hann.

Þegar honum var bent á að höfuðstöðvar rússneska olíufélagsins Rosneft væru ekki langt í burtu sagði hann: „Er það? Ó, já, það er rétt.“

Schröder var áður stjórnarformaður Rosneft en sagði af sér í maí og afþakkaði að vera kjörinn í stjórn Gazprom sem er stærsta fyrirtæki Rússlands. Fyrirhugað var að hann yrði kjörinn í stjórn fyrirtækisins í júní.

Hubertus Heil, vinnu- og félagsmálaráðherra Þýskalands og jafnaðarmaður, sagðist ekki skilja hegðun Schröder, sérstaklega ekki á tímum eins og nú. Þetta skipti þó ekki máli fyrir hann og flokk hans. Ferð Schröder til Moskvu tengist þýskum yfirvöldum ekki neitt.

Schröder hefur lengi verið gagnrýndur fyrir náið samband hans við Rússland en sú gagnrýni hefur greinilega ekki haft mikil áhrif. Það er vitað að hann og Pútín eru nánir vinir og hefur Pútín margoft verið heiðursgestur Schröder, til dæmis í stórafmælum. Schröder hefur lýst Pútín sem „vammlausum lýðræðissinna“.

Schröder var kanslari Þýskalands frá 1998 til 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót